Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 12:09:16 (1358)

1999-11-12 12:09:16# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, ÁGunn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[12:09]

Árni Gunnarsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Alþingi getur og hefur tekið stefnumarkandi ákvarðanir í byggðamálum, t.d. með samþykkt þáltill. um byggðamál sl. vor, þannig að sá er vettvangurinn. Mín skoðun er einfaldlega sú að þetta framkvæmdarvald eigi að heyra undir ráðherra.