Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 12:24:16 (1361)

1999-11-12 12:24:16# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[12:24]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. las setningu frá Hæstarétti þar sem er sérstaklega tekið fram að það þurfi að vera heimild í almennum lögum. En hann túlkar þá heimild þannig að setja þurfi sérlög í hvert skipti. Þó les hann upphátt eftir Hæstarétti að heimild þurfi að vera í almennum lögum sem gefi ráðherra þennan rétt.

Það er sú heimild sem við erum að sækjast eftir frá þinginu að fá veitta. Vilji þingið ekki veita hana þá gera ráðherrarnir þetta ekki. Við erum að leita til þingsins eftir nákvæmlega því sem Hæstiréttur segir, almennri heimild sem ráðherrar geti stutt sig við.

Ég hefði eiginlega getað setið kyrr eða staðið kyrr við stól minn því að Hæstiréttur svaraði þingmanninum hér úr hans eigin munni.