Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 12:25:05 (1362)

1999-11-12 12:25:05# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[12:25]

Mörður Árnason (andsvar):

Herra forseti. Það er hlutverk þeirrar nefndar sem um þetta fjallar að fara ofan í orð Hæstaréttar og túlkun hæstv. forsrh. og mína á því hvað þau þýða. Þessar efasemdir hafa komið fram og þær verður þingið að skoða mjög vel. Að auki verður þingið að skoða, eins og kom fram í ræðu minni, hvort það vill afhenda ráðherra þetta vald, jafnvel þó að það hefði heimild til þess, þyrfti ekki að breyta stjórnarskránni fyrst. Það er auðvitað meginmálið. Þetta er það stór ákvörðun, þetta er pólitísk ákvörðun og það stór ákvörðun --- og svo geta menn hártogað það eins og þeir vilja og reynt að brjóta stofnanirnar upp --- að Alþingi á hreinlega að hafa þetta vald. Það er bæði skynsamlegast og réttast, fyrir utan að ég tel að það samrýmist best stjórnarskránni og túlkun Hæstaréttar á henni.