Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 12:28:01 (1364)

1999-11-12 12:28:01# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[12:28]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Jú, það er vissulega hægt að hafa þá skipan á sem þingamðurinn nefnir. En við erum ekki að leggja til að sú skipan sé höfð á. Þvert á móti erum við með frv. að leggja til þá skipan sem frv. mælir fyrir um og Hæstiréttur veitir okkur leiðbeinandi reglu um það að setja þetta á með þessum hætti. Þetta þýðir þá með öðrum orðum að Hæstiréttur er ekki að binda með neinum hætti valdheimildir löggjafans eins og hér var haldið ranglega fram áðan.

Það sem þá stendur upp úr og stendur eftir ef maður les dóm Hæstaréttar er að löggjafinn getur hverju sinni ef hann vill mælt fyrir um hvaða stofnun skuli vera staðsett hvar. Ef hann vill. Ef hann vill það ekki þá gildir sú almenna regla sem við erum að setja. Og Hæstiréttur sagði að slíka almenna reglu skorti og við erum að setja hana.