Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 12:32:07 (1367)

1999-11-12 12:32:07# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[12:32]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Við erum heldur ekki að gagnrýna þetta. Menn mega hafa slík pólitísk stefnumið og svara spurningum á þennan veg. En það á að gera í þessum sal. Pólitískar ákvarðanir og pólitísk stefnumið stjórnvalda á að ræða á Alþingi. Hér eiga menn að standa gerða sinna skil. Um það snýst þetta mál.

Hvað varðar umræðu um Landmælingar á sínum tíma þá kom þetta aðeins til umræðu hér á Alþingi í fyrirspurnarformi, í fyrirspurnatímum væntanlega, en ekki í tengslum við sjálfa ákvörðunina um flutning á stofnuninni. Þetta mál snýst um hvort pólitískar ákvarðanir, sem ég tek alveg undir að menn hafa rétt á að taka, eigi að taka á pólitískum, þingræðislegum vettvangi. Frv. ríkisstjórnarinnar fjallar um að svipta Alþingi réttinum til þess að ræða þessi pólitísku stefnumið, þessar pólitísku ákvarðanir. Það er óeðlilegt.