Niðurskurður í samgöngumálum

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 15:20:35 (1397)

1999-11-15 15:20:35# 125. lþ. 25.1 fundur 142#B niðurskurður í samgöngumálum# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[15:20]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að meiri parturinn af þeirri lækkun sem talað er um á framlögum til vegamála er á höfuðborgarsvæðinu. Á hinn bóginn liggur alveg ljóst fyrir að framlög til hafnargerðar eru að mestu leyti úti á landi. Það þekkja þingmenn. Hins vegar er hægt að segja frá því að ýmsir hv. þm. og einkum og sér í lagi sveitarstjórnarmenn hafa sýnt því mjög mikinn skilning að við þurfum að gæta að okkur þannig að ekki fari neitt úr böndum í efnahagsmálum og þess vegna hafa sveitarstjórnarmenn haft ágætan skilning á því að við þyrftum að hægja á, draga saman seglin og búa okkur undir framkvæmdir þegar þær valda ekki mikilli spennu á vinnumarkaði.