Einkavæðing ríkisfyrirtækja og dreifð eignaraðild

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 17:08:28 (1423)

1999-11-15 17:08:28# 125. lþ. 25.93 fundur 150#B einkavæðing ríkisfyrirtækja og dreifð eignaraðild# (umræður utan dagskrár), Flm. SvH
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[17:08]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég ítreka fyrirspurnir mínar. Eru hinar margumræddu reglur um dreifða eignaraðild við sölu ríkisfyrirtækja einhvers staðar í mótun? Og má ekki treysta því að slegið verði á frest öllum meiri háttar einkavæðingum þar til þær hafa verið settar?