Framhaldsskólar

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 17:29:41 (1433)

1999-11-15 17:29:41# 125. lþ. 25.6 fundur 175. mál: #A framhaldsskólar# (endurinnritunargjald) frv., Flm. SvanJ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[17:29]

Flm. (Svanfríður Jónasdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 80/1996, um framhaldsskóla, með síðari breytingum. Flutningsmaður ásamt mér er hv. þm. Sigríður Jóhannesdóttir.

Frv. gengur út á að felld verði burt 3. mgr. 7. gr. laganna sem er sú grein sem svokallaður fallskattur eða endurinnritunargjald hvílir á.

Sambærileg mál hafa verið flutt áður, en tilefnið nú er Alþingi ungmenna sem haldið var í Alþingishúsinu dagana 29.--31. mars nú í vor. Þar var að störfum menntmn. og þar var samþykkt ályktun um ungt fólk og menntun á 21. öldinni. Sú ályktun sem Alþingi ungmenna samþykkti er um margt athyglisverð. Hún hefst á þessum orðum og nú vitna ég beint, herra forseti:

[17:30]

,,Alþingi ungmenna ályktar að stuðlað skuli að því að á nýrri öld hafi allir landsmenn jafnan aðgang og rétt til náms óháð búsetu, námsgetu, fötlun, efnahag eða öðrum aðstæðum.``

Fjallað er um það í 10 liðum til hvers skuli sérstaklega litið og ætla ég nú, með leyfi forseta, að telja upp þessi atriði en ungmennin töldu að sérstaklega skyldi líta til: