Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 10:34:16 (1435)

1999-11-16 10:34:16# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[10:34]

Forseti (Halldór Blöndal):

Áður en umræðan hefst vill forseti skýra frá því að samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar, sbr. 72. gr. þingskapa. Iðnrh. hefur 30 mínútur í fyrsta sinn, 15 mínútur í annað sinn og 5 mínútur í þriðja sinn. Talsmenn þingflokka, þ.e. fyrsti ræðumaður hvers þingflokks annarra en þingflokks ráðherra, hafa 20 mínútur í fyrra sinn og 15 mínútur í síðara sinn. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafa 15 mínútur, tvisvar.

Andsvör verða ekki leyfð í 1. umferð, þ.e. ekki við framsöguræðu ráðherra og ræður talsmanna þingflokkanna.

Ég vil geta þess að matarhlé verður milli klukkan eitt og hálftvö.