Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 15:14:07 (1479)

1999-11-16 15:14:07# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[15:14]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég heyri hvað hv. þm. segir en ég held því fram að þetta sé ekkert svar. Hv. þm. Samfylkingarinnar vita að þetta mál fer ekki í lögformlegt umhverfismat. Þess vegna vilja þeir ekki segja hver afstaða þeirra er. Það kalla ég að fiska í gruggugu vatni. Athyglisvert væri að fá upplýsingar um það hvort meiri hlutinn í sveitarfélaginu, sem nú heitir Fjarðarbyggð og er skipaður af lista sem ég held að sé eitthvað tengdur Samfylkingunni, er ánægður með þessa afstöðu Samfylkingarinnar, að þora ekki að taka afstöðu í málinu en fela sig á bak við það að málið eigi að fara í svokallað lögformlegt umhverfismat.