Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 16:35:36 (1506)

1999-11-16 16:35:36# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[16:35]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er náttúrlega það sem menn eru að takast á um. Líka hér skiptast menn í fylkingar. Sumir telja að það sé lögum samkvæmt óþarfi að fara í lögformlegt umhverfismat, að það sé óþarfi samkvæmt þeim lögum sem verið er að vitna í. Aðrir telja að svo sé ekki. Við leggjum áherslu á að þegar um slíkt álitamál er að ræða, þegar slíkt stórmál er á ferðinni, þá eigi enginn vafi að leika á um framkvæmdina. Þetta er okkar skírskotun í málinu.

Varðandi tilfinningar Austfirðinga, þá vitnaði ég sérstaklega í grein eftir Snævar Sigurðsson, þar sem segir m.a., með leyfi forseta:

,,Vandamál byggða á Austfjörðum er líka mikið stórmál og því eðlilegt að fólk gefi tilfinningunum lausan tauminn í baráttunni fyrir sinni heimabyggð.``

Ég vitnaði í þetta og ég tók málið upp á þessum forsendum.