Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 17:11:52 (1520)

1999-11-16 17:11:52# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[17:11]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það sé skylda hv. þm. að segja eitthvað um það hvað hann vill gera og benda á eitthvað sem hann telur að geti komið þessari byggð til góða en ekki að vera með einhverja klisju um að hann sé landsbyggðarmaður. Það er ekki nóg. Austfirðingar og aðrir landsbyggðarmenn lifa ekki á því. Af því að hér er nefnd ferðaþjónustan held ég að það liggi alveg ljóst fyrir að ferðaþjónustan á Austurlandi mun eflast verulega við þessa framkvæmd. Það liggur alveg ljóst fyrir að ákveðinn hluti ferðaþjónustunnar lifir á því á Austurlandi að fólk fari inn á öræfi og það mun gera það áfram og í stærri stíl. Þær framkvæmdir sem þarna hafa þegar farið fram, hafa opnað aðgengið að hálendinu, aðgengi sem var ekki áður til staðar. Það eru náttúrlega líka takmörk fyrir því hvað er rétt að hleypa mikili umferð á þetta svæði, m.a. út af gæsinni, því ég býst við því ef að verði þarna mjög mikil umferð, þá fari nú gæsin hvort sem verður virkjað eða ekki.