Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 17:35:58 (1527)

1999-11-16 17:35:58# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[17:35]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði að stjórnarliðarnir treystu sér ekki í umræðuna vegna þess að þeir hafa ekki treyst sér í umræðuna um umhverfismatið. Það hafa umræðurnar í dag sýnt okkur. Þær hafa snúist um allt aðra hluti, meira og minna einhverja lagaklæki og flækjur.

En vegna þess að hv. þm. Einar K. Guðfinnsson spyr um umhverfismatið þá get ég glatt hann með því að Samfylkingin er einmitt þeirrar skoðunar að stækkun Nesjavallavirkjunar eigi að fara í umhverfismat eins og allt annað sem á að ráðast í. Auðvitað hefði átt að gera það. Við munum leggja fram frv., sem tilkynnt hefur verið um, um það að allar þær virkjunarframkvæmdir, sem leyfi hefur verið veitt til, fari í umhverfismat til þess að taka af allan vafa um það. Vonandi svarar þetta spurningu hv. þm.