Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 20:03:23 (1551)

1999-11-16 20:03:23# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[20:03]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ánægður með að hv. 1. þm. Vestf. skuli vera með stefnu okkar í þessum málum á hreinu. Ég vara við því að menn dragi upp þá mynd að stóriðjuframkvæmdir séu eini möguleikinn á atvinnuuppbyggingu í þessu landi. Ég bendi á eitt í því sambandi. Ég veit ekki betur en aukningin í tekjum til landsins bara vegna túrisma á síðasta ári hafi verið 5 milljarðar. Setji menn hlutina í samhengi þá höfðum við 3 milljarða í tekjur af orkusölu til stóriðju. Menn skulu því ekki gera lítið úr öðrum möguleikum landsins til atvinnuuppbyggingar.