Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 21:56:09 (1590)

1999-11-16 21:56:09# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[21:56]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Nú kann vel svo að fara að hv. þm. verði að ósk sinni og þetta mál fari fyrir dómstóla. Það getur vel verið að það fari svo. En mér finnst þetta hins vegar vera afar óábyrgt tal að svara röksemdum sem hér koma fram og lýðræðislegum óskum á þennan hátt og bregðast þannig við vilja yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar sem vill að málið verði sett í lögformlegt umhverfismat. Það eðlilegasta, segir hv. þm., er að hafa sig af stað. Hann sagði áðan að hann furðaði sig á því hve fáir þingmenn úr stjórnarandstöðunni hefðu þakkað ríkisstjórninni fyrir að fá að ræða þetta á þingi. Þetta kalla ég að krefjast þess að menn kyssi á vöndinn. Ég verð ekki í þeim hópi.