Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 15:54:09 (1656)

1999-11-17 15:54:09# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[15:54]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Þegar hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir ásamt fleiri þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar lögðu fram till. til þál. þá var enginn efi í þeirra huga að allar lagaheimildir væru til staðar því að í tillögutexta hv. þingmanna stendur:

,,Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram mat samkvæmt lögum nr. 63/1993 á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar, þrátt fyrir að virkjunarleyfi hafi verið veitt.``

Síðan segir á 3. síðu þessar sömu tillögu:

,,Vegna þessa ákvæðis [þ.e. bráðabirgðaákvæðisins] og virkjunarleyfis sem gefið var út 1991 virðist að óbreyttu ekki lagaskylda að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, nema til komi breytingar á virkjunartilhögun.``

Málflutningurinn er allur svona, því miður.