Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 15:58:46 (1660)

1999-11-17 15:58:46# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[15:58]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir svörin og ég heyri að við erum sammála um að þingleg meðferð er mikilvæg. (ÖS: Þú ert ,,malplaseraður``.) Þakka þér fyrir, hv. þm.

Ég hef í rauninni ekki miklu við það að bæta sem hv. þm. sagði en ég ítreka að þetta mál fer fram eftir þeim leikreglum sem uppi voru þegar virkjunarleyfið var veitt og það hefur komið fram í þessari umræðu. Þingleg meðferð á málinu sem er og getur verið vönduð, er til viðbótar við það ferli sem farið var af stað. Það er svo sannarlega tækifæri til þess að veita málinu vandaða meðferð og ég veit að hv. þm., sem er í málefnalegri umræðu um þessi mál, er tilbúinn til þess að taka þátt í því af fullum heilindum.