Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:00:09 (1682)

1999-11-17 19:00:09# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:00]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ræða þingmannsins gefur náttúrlega tilefni til margra spurninga en okkur er gefinn naumur tími. Fyrr í dag talaði þingmaður Sjálfstfl. og sagði að víðtækur pólitískur ágreiningur væri um þetta mál og þetta væru stórar pólitískar ákvarðanir sem við erum að taka. Setning þingmannsins á í raun við það að taka pólitíska ákvörðun án afstöðunnar til umhverfismats.

Það sem flækir málið á Alþingi er að til viðbótar við álitsgerð um orkuöflun fyrir álver og skýrslu um þjóðhagsleg áhrif álvers á Alþingi að leggja mat á skýrsluna um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar. Ég spyr þess vegna þingmanninn hvort hann sé sammála þingmanni Sjálfstfl. um að hér eigi að taka stóra pólitíska ákvörðun um víðtækt pólitískt ágreiningsefni af því að tillgr. segir allt annað.