Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:01:22 (1683)

1999-11-17 19:01:22# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:01]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég lít ekki á þetta mál sem pólitískt mál. Ég lít á þetta mál út frá þeim rökum sem liggja til grundvallar því mati þar sem not okkar og aðgangur að landi og náttúruauðæfum mætir kröfunum og hagsmununum um náttúruvernd. Það er í mínum huga ekki pólitík í strangasta skilningi. Í mínum huga er þarna um að ræða ábyrgð okkar sem erum að horfa hvert í sinn barm. Viljum við fórna þessu? Viljum við ekki fórna þessu? Það eru spurningar sem snúast ekki um pólitík heldur um miklu djúpstæðari mál en að ég vil afgreiða þau með því orði einu þó ég viðurkenni að pólítík er lífæðin og blóðrásin í þjóðfélagi okkar.