Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:13:50 (1693)

1999-11-17 19:13:50# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:13]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það mætti halda að sá hv. þm. sem talaði hér hafi ekki hugmynd um hvað felst í ferlinu sem lögin um mat á umhverfisáhrifum mæla fyrir um. Ég vænti þess ef hann vissi hvað í þeim lögum stendur sæi hann að grundvallarmunur er á aðgangi, áhrifum og möguleikum almennings til að koma að málinu og því sem almenningi er boðið upp á nú af veikum mætti. Það er hörmulegt til þess að vita að við skulum múra okkur hér inni, innan við þessa þykku veggi með þetta mál á þessum neyðarreit, þegar þjóðin, hvort sem það er meiri hluti eða minni hluti, krefst þess að farið verði að leikreglum. Það er hörmulegt.