Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:15:47 (1695)

1999-11-17 19:15:47# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:15]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Óhjákvæmilegt er að vekja athygli hv. þm. á því að það hafa þvert á móti verið sett fram rök um að efast megi um ýmsa lagalega þætti málsins. Ég hef ekki sett það fram. Það hafa aðrir þingmenn gert. Ég vænti þess að hv. þm. hafi kynnt sér þetta.

Það er alveg rétt. Ég hafði ekki langt mál um áhrif á byggðirnar á Austurlandi eða á efnahagslífið. Það hefur verið gert mjög ítarlega. Ég lét þess aðeins getið að ég virði þau sjónarmið og ég skil þau. Þau eiga vissulega rétt á sér. Og ég gerði grein fyrir því að sumir meta þau meira en náttúruna. Ég er þeim ekki sammála. Ég er að færa rök fyrir mínu máli. En ég ber fulla virðingu fyrir hinum sjónarmiðunum sem ég þó met með öðrum hætti en þeir sem þau hafa.