Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:37:04 (1707)

1999-11-17 19:37:04# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:37]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það á að fara í samninga um orkuver. Ætlun manna er að fara í samninga um að útbúa hér orkuver til að bræða ál. Það er ekki vitað hvort það tekst. Það liggur fyrir að auðvitað ætlar enginn að bræða ál til þess að tapa á því. Auðvitað ætlar enginn að virkja til að tapa á því. Það verður aldrei gerð nein virkjun nema náðst hafi þeir samningar sem talist gætu þolanlegir fyrir þann sem virkjar. Það hefur alltaf legið fyrir og engum hefur dottið annað í hug. Um þetta snýst málið. Gróðinn hefur hingað til verið ásættanlegur fyrir Landsvirkjun og enginn nokkurn tíma gefið yfirlýsingu um annað.

Þingmaðurinn svaraði mér ekki hvort hann ætlar að snúast til fylgis við þetta mál ef, sem ég fullyrði að verður, við 2. umr. fjárlaga verður staðið við loforð um stuðning við landsbyggðina, eins og sagði í þáltill. frá í vor. Þar mun staðið við þau, ég fullyrði það.