Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:40:48 (1711)

1999-11-17 19:40:48# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:40]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Vissulega væri gott ef hv. þm. útdeildi fjármunum til Austfirðinga og þeir gætu leikið sér með þá að vild. Þannig er auðvitað ekki raunveruleikinn. Hann er auðvitað mun flóknari en svo og þessi sérkennilegu rök, hv. þm., hafa ekkert orðið skýrari.

Málið er ósköp einfaldlega það að hér er borið upp eitt stærsta byggðamál sem um getur. Það verður því að segjast eins og er að þegar menn eru að ræða byggðavanda en styðja ekki þetta mál, þá verður trúverðugleikinn býsna lítill.