Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:42:27 (1713)

1999-11-17 19:42:27# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, SJS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:42]

Steingrímur J. Sigfússon (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar til að fá álit forseta á því hvernig bregðast beri við í því tilviki sem ræðumaður hefur lokið tveimur ræðum í þessari umræðu og upp kemur hæstv. iðnrh. í andsvari við annan ræðumann en gerir fyrri ræðumann, í þessu tilviki mig, að aðalumfjöllunarefni þess andsvars. Mér er ekki kostur á að blanda mér inn í þau andsvör og spyr virðulegan forseta: Verður maður að sitja réttlaus undir því eða getur forseti með einhverjum hætti hliðrað til eða greitt götu mína þannig að ég geti borið af mér sakir, sem er þó kannski ekki rétta orðalagið í þessu tilviki. Þarna voru gefin tilefni til að svara, og ég spyr: Er hægt að gefa mér þriðja tækifærið til að tala í þessari umræðu eða getur hæstv. iðnrh. leyst vandann með því að lofa að halda ræðu fljótlega þannig að ég geti farið í andsvar við hann?