Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:44:02 (1715)

1999-11-17 19:44:02# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:44]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það kom fram hjá hv. þm. að ekki væri ástæða fyrir hann að koma upp til að bera af sér sakir sem ég hygg rétt. Á hann voru engar sérstakar sakir bornar. Hins vegar, af því að hv. þm. spurði hvort ég gæti lofað að taka til máls fljótlega eins og hv. þm. orðaði það, vil ég segja: Hér eru mjög margir á mælendaskrá. Ég hef enn tækifæri til að tala og mun gera það síðar við umræðuna. Ég get ekki tímasett það nákvæmlega og þá mun ég m.a. svara hv. þm. ýmsum þeim spurningum sem hann hefur velt upp í umræðunni og er full ástæða til þess að svara. Ég þori hins vegar ekki að tímasetja það nákvæmlega en vildi þó gjarnan að hv. þm. yrði viðstaddur þegar þar að kemur. Ég þykist viss um að hann vilji þá að fá tækifæri til að koma upp í andsvar.