Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 21:34:26 (1727)

1999-11-17 21:34:26# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[21:34]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Í fyrra andsvari mínu átti ég eftir að nefna örlítinn hluta af því sem fram kom í ræðu hv. þm. Enn á ný var reynt að gera skoðanakönnun sem kynnt var fyrir nokkrum dögum tortryggilega og gefið í skyn, enn einu sinni, að spyrjendur hefðu lent í þriðju gráðu yfirheyrslu um hvað fælist í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Ég tel því nauðsynlegt, svo að hv. þm. heyri, að endurtaka spurningu þá sem lögð var fyrir þátttakendur. Hún hljóðaði svo: ,,Telur þú að þú þekkir mikið, nokkuð, lítið eða ekkert til hvað felst í lögum um mat á umhverfisáhrifum?`` Þessari spurningu svöruðu 20% þannig að þeir vissu mikið eða nokkuð, þ.e. 80% vissu hvorki mikið né nokkuð umhvað fælist í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það var engin yfirheyrsla um hvað í þeim fælist heldur hreint og klárt mat hvers og eins hvort hann teldi svo vera eður ei.