Jöfnun námskostnaðar

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 10:46:57 (1771)

1999-11-18 10:46:57# 125. lþ. 28.4 fundur 182. mál: #A jöfnun námskostnaðar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[10:46]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar er lögð mikil áhersla á að bæta skilyrði þess fólks sem sækja verður nám utan heimabyggðar sinnar. Það hefur verið töluverð hækkun undanfarin ár á styrk til jöfnunar námskostnaði og er það vel. Ég þekki það af eigin raun. Það er nú einu sinni svo að það er mikill aðstöðumunur hjá fólki við að kosta unglinga til framhaldsnáms. Staða margra bænda t.d. er slík, eins og hv. þm. Kristján Möller kom inn á áðan, að þeim er oft og tíðum nánast ómögulegt að styðja unglinga sína til náms. En ég treysti á að á þessu verði tekið í fjárln. Ég er sannfærð um að hæstv. ráðherra mun fylgja þessu máli vel eftir.