Innganga í Alþjóðahvalveiðiráðið

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 11:07:13 (1783)

1999-11-18 11:07:13# 125. lþ. 28.5 fundur 87. mál: #A innganga í Alþjóðahvalveiðiráðið# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[11:07]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég fagna ummælum hæstv. ráðherra og hvet hann til að fylgja þeim eftir og ganga í að sótt verði um aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þau rök þarf ég ekki að endurtaka sem hér hafa komið fram um að við þurfum að geta selt hvalaafurðir ef við ætlum okkur að fara að veiða hvali. Ég tók aftur á móti eftir því í ræðu hv. þm. Einars Guðfinnssonar að hann sagði að við gætum kannski hafið hvalveiðar á næsta ári eða þar næsta ári. Síðustu svardagar sem hér heyrði þar á undan voru þeir að menn stefndu að því að það yrði farið að veiða hvali á næsta ári og urðu mjög fyrtnir þegar einhverjir voru að setja út á að það yrði nú kannski ekki líklegt að það yrði ofan á. Nú er farið að tala um þar næsta ár og þannig hefur þetta mál gengið í gegnum tíðina að menn hafa aldrei sagt satt um það að ekki hefur staðið til að fara að veiða hvali og það stendur örugglega ekki til að fara að veiða þá á næsta ári.