Fyrirkomulag fasteignagjalda á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 12:01:46 (1806)

1999-11-18 12:01:46# 125. lþ. 28.9 fundur 135. mál: #A fyrirkomulag fasteignagjalda á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá félmrh., SighB
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[12:01]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Eins og flestöll önnur mál hefur þetta tvær hliðar. Hin hliðin er tekjuöflunarmöguleikar sveitarfélaganna. Auðvitað má segja það mjög óeðlilegt að sveitarfélög úti á landsbyggðinni þar sem fasteignaverð er lágt séu að skattleggja íbúana á sama hátt og gert er þar sem eignir eru í háu verði. En engu að síður er þetta gert. Ef ég man rétt þá var þetta tekið upp að ósk sveitarfélaganna sjálfra, þ.e. þau vildu fá tekjustofn sem færði þeim sambærilegar tekjur og Reykjavíkurborg miðað við fasteignaverð á því svæði.

Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra hvort þetta sé ekki rétt með farið, að þessi niðurstaða sem mönnum finnst óeðlileg, hafi fengist m.a. vegna þess að sveitarfélögin óskuðu eftir henni.