Náttúruverndarþing

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 12:15:07 (1812)

1999-11-18 12:15:07# 125. lþ. 28.12 fundur 107. mál: #A náttúruverndarþing# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[12:15]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Það er ekki svo að verið sé að draga þetta þing eitthvað sérstaklega út af málefnum Fljótsdalsvirkjunar. Lífið snýst ekki almennt um Fljótsdalsvirkjun. Við viljum vanda til þingsins og fram undan er mikill undirbúningur.

Umhvrh. kom til starfa núna í lok maí en þá var ríkisstjórnin mynduð þannig að ekkert er óeðlilegt að við höldum þetta þing í janúar. Ég get því fullvissað hv. fyrirspyrjanda um að þessi tímasetning tengist Fljótsdalsvirkjun með engum hætti. Eins og ég sagði áðan fyndist mér mjög vel við hæfi að taka þar umræðu um þessa rammaáætlun. Hvort sem þingið væri í dag eða í janúar held ég að umræðan verði álíka fjörug vegna þess að þessi mál eru það snúin og það rekast það miklir hagsmunir á og það mismunandi sjónarmið að ég á von á miklum umræðum um hálendið og framtíð þess á þinginu hvort sem það yrði haldið í janúar eða fyrr.