Staðardagskrá 21

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 12:55:39 (1830)

1999-11-18 12:55:39# 125. lþ. 28.15 fundur 133. mál: #A Staðardagskrá 21# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi KolH
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[12:55]

Fyrirspyrjandi (Kolbrún Halldórsdóttir):

Herra forseti. Mér þykir afskaplega mikils virði að heyra afstöðu hæstv. umhvrh. til málefna verkefnisins Staðardagskrár 21. Markmiðið er að sveitarfélögin geti staðið á eigin fótum og bjargað sér á sjálfbæran hátt. Það er einn af grundvallarþáttum verkefnisins að þau verði sjálfbær og sjálfstæð í þessu verkefni til framtíðar. Það er ekki verið að tala um að verkefnið sjálft þurfi stuðning til frambúðar. Það er kannski spurning um eitt eða tvö ár þangað til sveitarfélögin treysta sér til að standa á eigin fótum. Þess vegna ríður mest á stuðningi núna og það er núna sem ríður á að fá og er fagnaðarefni að fá yfirlýsingar eins og við fengum frá hæstv. umhvrh. núna. Ég ítreka þakkir mínar og lýsi því yfir að þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs stendur einhuga að baki ráðherranum í þessu máli.