Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 15:07:37 (1877)

1999-11-18 15:07:37# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[15:07]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Við erum að tala um framkvæmdir þar sem fyrsti áfanginn kostar 60 milljarða króna, álverið fullbyggt 120 milljarða, virkjanirnar sennilega eitthvað svipað. Hæstv. ráðherra talar um það núna að ríkið taki ekki ábyrgð á þessu, það séu einstaklingar, fyrirtæki og sjóðir. Hann er að tala um íslensku þjóðina engu að síður. Þetta ætlar hann að gera til þess að örva atvinnulíf á Austurlandi þar sem búa 8.000--9.000 manns á atvinnusvæðinu samkvæmt þeim skýrslum sem hér eru reiddar fram. Þetta er slíkt efnahagslegt glapræði að ég held að leitun sé að öðru eins í sögu lýðveldisins.