Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 15:09:44 (1879)

1999-11-18 15:09:44# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[15:09]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem hæstv. ráðherra kemur fram í síðari ræðu sinni til að bregðast við þeim athugasemdum sem komið hafa fram í umræðunni, þá vil ég benda á tvennt. Í ræðu sinni benti hv. þm. Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, á að sú frummatsskýrsla sem Landsvirkjun hefur látið vinna og fer ekki í mat sérfræðinga og Alþingi er ætlað að taka og við og byggja á, er ekki nægilega góð hvað náttúrufarskaflann varðar og kom þar með mjög skýrar ábendingar sem hæstv. ráðherra bregst í engu við en ég hafði átt von á að hann kæmi inn á. Hann rakti jafnframt að ekki væri unnt að skrifa þá 3 milljarða sem þegar væri útlagður kostnaður Landsvirkjunar eingöngu á Fljótsdalsvirkjun og skipti upp kostnaðinum miðað við upplýsingar sem var að finna í gögnum okkar og ég tel eðlilegt að hæstv. ráðherra komi með viðbrögð við þessu tvennu.