Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 16:36:56 (1911)

1999-11-18 16:36:56# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[16:36]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Enn kemur hv. þm. Ögmundur Jónasson og ber kvíðboga fyrir framtíðinni. Ég vil vekja athygli á því, herra forseti, að mannfjöldi á Miðausturlandi var 1. desember 1998 8.350 manns. Var hins vegar árið 1990 9.215 manns og hefur fækkað að meðaltali um 1% á ári. Þessi hraði hefur því miður aukist í seinni tíð.

Hins vegar mun álver upp á 120 þús. tonn rétt duga til þess að bæta þann skaða í mannfjölda sem orðið hefur á þessum tíma. Því hef ég, herra forseti, ekki áhyggjur af því sem hv. þm. spurði mig um.