Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 16:46:28 (1921)

1999-11-18 16:46:28# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[16:46]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Gamaldags vinnubrögð? Já, það er að sjálfsögðu von mín og ósk að við getum lagt öll gamaldags vinnubrögð til hliðar (Gripið fram í.) nákvæmlega eins og ég vona það að við getum lagt flest gamaldags viðhorf líka til hliðar. (Gripið fram í.) Við horfum með björtum augum til framtíðarinnar. Ævintýri Íslandssögunnar í framkvæmdum verða á Austurlandi vegna þess, herra forseti, að Austfirðingar eru reiðubúnir til þess að taka þátt í slíku ævintýri og þeir munu ekki bregðast þjóðinni í því að það ævintýri muni berast um landið allt.