Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:12:31 (1934)

1999-11-18 17:12:31# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:12]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Er það blekkingaleikur að horfast í augu við staðreyndir? Staðreyndin er sú að mörg fyrirtæki í landinu eru að færa sig úr íslenskri orku og yfir í innflutta orku, gjarnan svartolíu. Það er að gerast núna þegar við erum að losna við svokallaða umframorku til stóriðju. Ég veit ekki betur en að á þeim tíma sem við áttum afgangsorku, bara fyrir fjórum árum síðan, hafi Landsvirkjun skilað methagnaði.

Það er greinilegt að það skiptir máli hvort maður lítur á þessa hluti í stóru samhengi eða ekki. Okkar málflutningur hefur einmitt byggst á að horfa eigi á þessi mál í stóru samhengi, þjóðfélagslegu samhengi, en ekki á einangruð fyrirbæri.