Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:16:17 (1938)

1999-11-18 17:16:17# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:16]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt sem hv. þm. Jón Kristjánsson sagði, að það gerist ekki allt á skrifborðinu. Þaðan kemur ráðgjöfin til margra og ekki veitir af. Til þess að gera fyrirtækjunum kleift að hefja starfsemi og verða arðbær þurfa ýmis skilyrði að vera til staðar, þ.e. ýmis almenn skilyrði. Það eru skilyrði sem sveitarfélögin geta búið fyrirtækjunum, það eru ýmis skilyrði sem snúa að skattlagningu og ýmis almenn skilyrði sem koma fyrirtækjum til góða svo ég tali ekki um bættar vegasamgöngur og fjarskiptabúnað og annað af þeim toga sem styður alla atvinnustarfsemi.