Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:18:33 (1940)

1999-11-18 17:18:33# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:18]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Að gefnu tilefni styð ég framfarir í störfum þingsins. Ég styð aukna þjónustu. Ég studdi tölvuvæðingu, studdi sjónvarpsvæðingu. Ég styð veðsíður nefndanna af fullum krafti. Ég vil gera meira. Ég vil opna nefndirnar. Ég vil hafa möguleika á opnum fundum og jafnvel fundum þar sem fjölmiðlum er hleypt að. En ég styð ekki þegar við erum að opna vefsíður fyrir allar nefndir að þá sé það ekki forsn. sem kynnir það, ekki nefndasviðið, ekki formenn nefndanna, heldur að gefið sé til kynna með því að iðnn. haldi blaðamannafundinn um vefsíðu iðnn., að verið sé að opna leið fyrir almenning til að koma með sjónarmið sitt til þingsins, þ.e. réttlæting á því að verið sé að fá þinginu verkefni sem á að vera annars staðar samkvæmt lögum sem þingið hefur sett.