Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:25:21 (1947)

1999-11-18 17:25:21# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:25]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þessi umræða vera komin dálítið út í móa ef svo má segja. Það er náttúrlega alveg ljóst að þingnefndir hafa ekki tekið einstaklinga til viðtals í stórum stíl. Það vita hv. þm. sem hafa verið á þingi. Hins vegar hefur almenningur í landinu aðgang að þingmönnum og það er til fleiri samskiptamátar en tölvur. Þeir sem hafa ekki tölvu og hafa áhuga á því að koma málum á framfæri geta væntanlega skrifað bréf. Sú leið er enn í fullu gildi. Margs konar samskiptamátar eru til fyrir almenning til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við Alþingi. Það er alveg nýtt (Gripið fram í: Við nefndina.) ef það er alveg útilokað fyrir almenning í landinu að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingnefndir. Hvenær varð það? Hvenær var múrað á milli þingnefnda og almennings í landinu eða þingmanna og almennings í landinu? Ég kannast ekki við það.