Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:44:28 (1952)

1999-11-18 17:44:28# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:44]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er þarflítið að ræða það hvort virkjanir síðustu þrjátíu, fjörutíu árin hafa skilað íslensku þjóðarbúi jákvæðum árangri eða ekki. Ef það eru einhverjir sem vilja trúa hinu að svo hafi ekki verið verða þeir að lifa í þeirri trú. (Gripið fram í: Hvað sagðir þú sjálfur um Blöndu áðan?) Við byggðum Blöndu vegna þess að Alþingi samþykkti það samhljóða og hún þurfti þess vegna að bíða í þrjú ár eftir að fá samning eða fjögur þar til gátum farið að nota hana.

[17:45]

Þetta er dæmi um það þegar alþingismenn taka fram fyrir hendurnar á þeim sem eiga fjárfestingarnar. Allir eru sammála um að við gerðum rangt með að fara í Blönduvirkjun án þess að hafa gert samninga um orkusölu. Um það eru allir sammála. Við getum deilt á þá flokka sem að því stóðu, allir stjórnmálaflokkar Íslands stóðu að því á sínum tíma. Við ætlum ekki að endurtaka það. Aðalatriði þessa máls er að við erum þess fullviss að raforkan í landinu mun halda áfram að skila okkur miklum arði og við ætlum að vinna að því af fullri einurð.