Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 15:08:14 (1990)

1999-11-22 15:08:14# 125. lþ. 30.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KHG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[15:08]

Kristinn H. Gunnarsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þáltill. um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun kveður á um það að halda áfram framkvæmdum. Það er augljóslega virkjunarmál og fellur undir iðnrh., enda flutti hann málið.

Rök um annað þingmál sem fjallar um önnur efnistök á sama stað eða sömu framkvæmd veikja ekki þetta. Það er eðlilegt að því þingmáli sé vísað til umhvn. því að það mál fjallar um að líta á lögin um umhverfismat. En það breytir því ekki að stjtill. gerir einmitt ekki ráð fyrir því og er iðnaðar- og virkjunarmál. Rök hv. þm. Ögmundar Jónassonar eru því þannig að ég get ekki fallist á þau.