Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 15:17:26 (1995)

1999-11-22 15:17:26# 125. lþ. 30.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JónK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[15:17]

Jón Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður talaði um að efni tillögu ætti að ráða því hvert henni væri vísað og ég er alveg sammála því. Efni þessarar tillögu er það að iðnrh. ber fram þáltill. um að halda áfram virkjunarframkvæmdum. Þetta er vissulega iðnaðarmál. En það er alveg rétt að gögnin sem fylgja tillögunni varða umhverfismál og vissulega verður þeim þáttum vísað til umhvn. En efni tillögunnar fer ekkert á milli mála, það er um að halda áfram virkjunarframvæmdum. Um það fjallar tillagan. Þess vegna styð ég það að tillagan fari til iðnn.