Málefni aldraðra

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 18:15:37 (2028)

1999-11-22 18:15:37# 125. lþ. 30.8 fundur 173. mál: #A málefni aldraðra# (heildarlög) frv. 125/1999, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[18:15]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Hvað varðar þær hárnákvæmu tölur sem hv. þm. benti á þá kemur þetta vegna vísitöluhækkana og þess vegna verða þessar tölur kannski svolítið sérkennilegar á blaði.

Varðandi hinn þáttinn sem hv. þm. spurði um, hvort aðrar greiðslur breyttust, þá er ég ekki tilbúin að svara því vegna þess að það er ekkert ákveðið um það á þessari stundu. En af því að búið er að spyrja mig þráfaldlega um þetta samstarf þá langar mig að spyrja hv. þm. hvort það sé einhver sérstök kvörtun sem hv. þm. vill bera fram varðandi samstarfið, hvort það sé einhver sérstök einstök kvörtun því það er þá ágætt að vita af því, það er þá kannski tilefni til að bæta úr.