Framleiðsluráð landbúnaðarins

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 18:26:05 (2030)

1999-11-22 18:26:05# 125. lþ. 30.9 fundur 205. mál: #A Framleiðsluráð landbúnaðarins# (breyting ýmissa laga) frv. 112/1999, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[18:26]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Í athugasemdum með frv., um 24.--26. gr., kemur fram að samkvæmt áætlun muni verkefnin sem flytjast frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til Bændasamtaka Íslands kosta um 40 millj. Ég vil spyrja hæstv. landbrh. hvaða verkefni það eru sem flytjast frá Framsleiðsluráði til Bændasamtaka Íslands og kosta íslenska bændur 40 millj. á ári, eða 8.000 kr. á hvern bónda.