Framleiðsluráð landbúnaðarins

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 18:27:03 (2031)

1999-11-22 18:27:03# 125. lþ. 30.9 fundur 205. mál: #A Framleiðsluráð landbúnaðarins# (breyting ýmissa laga) frv. 112/1999, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[18:27]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Pétur Blöndal spyr um þau verkefni sem muni færast til Bændasamtakanna með þessari breytingu. Ég fór nú nokkuð yfir það í ræðu minni áðan hvað yrði um þessi verkefni og einnig hvað yrði um önnur verkefni sem færast til við þessa breytingu. Ég hef þetta ekki alveg á takteinum en mun rekja það aftur í síðari ræðu minni. Ég þarf að leita uppi í ræðunni, en andsvarið er stutt.