Framleiðsluráð landbúnaðarins

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 19:06:39 (2038)

1999-11-22 19:06:39# 125. lþ. 30.9 fundur 205. mál: #A Framleiðsluráð landbúnaðarins# (breyting ýmissa laga) frv. 112/1999, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[19:06]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta frv. er ekki að leggja til að lífeyrissjóðurinn fái neitt og ég get sem ráðherra útilokað þá leið. Það verður þá að breyta lögum því það eru sérstök lög sem snúa að lífeyrissjóðum.

Þeir peningar sem þarna hafa safnast upp eru eign sem er að skila arði. Þeir munu fylgja þessum verkefnum, þetta er bara ákveðinn sterkur sjóður sem fylgir verkefnunum, sparar bændum og neytendum peninga til framtíðar litið. Það er ekki um neinar niðurgreiðslur að ræða í þessu verkefni heldur mun ágóðinn af þessum sjóði skila því að kostnaðurinn eða gjaldtakan af landbúnaðarvörunum verður minni í staðinn, þannig að þetta kerfi og sá sjóður sem fylgir þessum verkefnum er auðvitað að skila bændum samtímans og neytendum því að þarna eru þó til peningar og þarf ekki að taka ný gjöld. Sjóðurinn á sem sé að standa undir rekstri hins nýja kerfis og hlýtur að vera mjög eðlilegt að leggja til að þessar peningalegu eignir fylgi hinu nýja kerfi. Þær urðu til í því gamla sem verið er að leggja niður og skila arði til samtímans áfram.