Framleiðsluráð landbúnaðarins

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 19:08:13 (2039)

1999-11-22 19:08:13# 125. lþ. 30.9 fundur 205. mál: #A Framleiðsluráð landbúnaðarins# (breyting ýmissa laga) frv. 112/1999, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[19:08]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki sammála hæstv. ráðherra um þetta mál. Ég tel að sterkari séu rök fyrir því að segja að þeir sem hafa verið í búskap undanfarin ár, bændur fortíðarinnar og nútíðarinnar, hafa greitt þessi gjöld og þeim peningum hefur ekki verið eytt, þeir liggja ónotaðir. Nú eiga bændur framtíðarinnar og nútíðarinnar að fá þessa peninga samkvæmt þeim hugmyndum sem hér liggja fyrir, en það eru fyrst og fremst þeir sem hafa verið að greiða til þessara mála í fortíðinni sem hafa greitt þessa peninga.

Mér finnst það ekki liggja beint við að svona eigi að fara að þessu. Ég tel að annað eins hafi verið gert og að breyta lögum hér á hv. Alþingi til að koma peningum í þann farveg sem eðlilegra er að þeir fari í og ég hvet til þess að þetta mál verði skoðað vandlega í hv. nefnd.