Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 19:32:03 (2047)

1999-11-22 19:32:03# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[19:32]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Nú er töluverð reynsla komin á hvernig menn fara með slíkt vald fái þeir á annað borð í hendur að ráðstafa hlutafé ríkisins og velja menn í stjórnir. Ég held að sú reynsla bendi ekki til þess að menn vinni þar eftir flokkspólitískum sjónarmiðum. Þvert á móti held ég að reynslan sýni annað.

Ef mér yrði treyst fyrir slíku af hinu háa Alþingi, að fara með slíkt vald gagnvart Ríkisútvarpinu, mundi ég að sjálfsögðu ekki misbeita því valdi frekar en öðrum trúnaði sem Alþingi hefur sýnt mér.