Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 20:34:29 (2057)

1999-11-22 20:34:29# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[20:34]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég get verið sammála öllu því sem hv. þm. hafði úr bandarískum gögnum og að sjálfsögðu er það líka grunnregla í þessum lögum okkar að útvarpsstöðvar eiga að gæta þessara grunnréttinda. En ef menn stofna útvarpsstöð í þeim tilgangi að flytja íþróttafréttir, á þá að skylda þá með lögum til þess að gera eitthvað annað? Er hv. þm. að tala um það? Um það snýst þessi grein. Hún segir að ef menn stofna útvarpsstöð í ákveðnum tilgangi, þá sé ekki hægt að skylda þá til að taka inn í dagskrána annað efni þannig að þetta snýst um það. Það snýst ekkert um að vera andvígur lýðræði. Þetta er til að tryggja að þeir sem fá leyfi til að reka stöð undir ákveðnum formerkjum geti gert það þannig að enginn geti komið og sagt við þá: ,,Þið eigið að sýna eitthvert annað efni.``