Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 20:36:56 (2059)

1999-11-22 20:36:56# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[20:36]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ákvæði um þetta er að finna í IX. kafla um ábyrgð á útvarpsefni. Þar eru gerðar kröfur til manna um ábyrgð á því efni sem þeir flytja.

Við höfum eitt dæmi núna þótt um Ríkisútvarpið sé. Þar telja menn að þeir fái ekki andmælarétt. Það hefur verið fluttur þáttur í útvarp og þeir sem telja sig eiga undir högg að sækja vegna þess útvarpsþáttar vilja fá jafnlangan tíma til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að það er alls ekki tryggt þó um ríkisútvarp sé að ræða að allir komist að með sín sjónarmið. Það verður fróðlegt að sjá hvernig útvarpsráð bregst við þeirri ósk að menn geti núna vegna tiltekins máls, sem uppi er í þjóðfélaginu, fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, þ.e. hvort þeir fái jafnlangan tíma og sá sem þeir telja að hafi ráðist á sig.